Listi yfir uppáhalds hár vörurnar mínar - can't live without them!
Ég veit ekki hversu oft ég hef skipt um shampoo og næringu.
Það er eins og ég finni aldrei það "fullkomna" sem hentar hárinu mínu.
Ég er með liðað, þurrt og hrokkið hár sem lítur hræðilega út ef ég set ekkert í það eftir sturtu. Ástæðan fyrir þurra hárinu er frekar basic, ég lét lita það í hverjum mánuði og var alltaf að breyta aðeins til. Svo má ekki gleyma að ég nota annað hvort sléttujárn, krullujárn eða hárblásara á hverjum einasta degi. Ég er komin í pásu frá því að heillita á mér hárið svo litur í rót er komið til að vera - allavegana í smá tíma! Ég vildi að ég gæti sagt það sama með hárblásarann og járnin!
LOKSINS er ég búin að finna shampoo & næringu sem hentar mér fullkomlega!
Vörurnar eru frá John freida og línan heitir "Full Repair" og eru í rauðum umbúðum. Full Repair línan er ætluð þeim skvísum sem eru búnar að "ofgera" hárinu á sér, alltaf að lita það og nota sléttujárn, krullujárn og hárblásara í miklu magni.
Það sem flestar vörur við skemmdu hári gera er að þær gefa okkur líflaust hár sem er ekki það sem við leitumst eftir. Loksins eru komnar vörur sem koma í veg fyrir skemmdir sem gefur okkur í leiðinni "full body". Full Repair línan inniheldur omega-3 rich inca inchi oil, endurlífgar ofgert hár, gefur fullkomið volume og kemur í veg fyrir skemmdir frá köldu veðri og heat styling. Svo má ekki gleyma að lyktin af vörunum er geggjuð - minnir á Amor Amor ilmvatnið. Ekki þarf nema smá dropa af shampooinu (stærð við 50.kr pening) því það freyðir mjög vel. Vörurnar eru á mjög sanngjörnu verði.
Mæli eindregið með Full Repair fyrir þær sem hafa ofgert hárinu sínu eða fyrir þær sem vilja koma í veg fyrir skemmdir.
Shampoo & Conditioner
Deep infusion:
Dropar fyrir skemmda enda - ver hárið fyrir hita - berist í rakt hár
Flyaway tamer:
Maskari sem heldur úfnu hárunum niðri sem standa útí loft - gefur glans.
Root lift foam:
Berist í rakt hár, í rótina - gefur fullkomið volume.
Full Repair style revival heat-activated styling spray:
Berist í rakt hár - hitavörn - gefur glans - heldur style-num allan daginn.
_____________________________________
Uppáhalds varan mín er án efa þurr shampooið frá Batiste!
Algjör snilld fyrir þær sem vilja auka lyftingu í hárið og fyrir þær sem eru komnar með fitugt hár en hafa ekki tíma til að þvo það.
Þurr shampoo - Dry shampoo:
Aðferð:
- Spreyið spreyinu í rótina og þar sem hárið er orðið fitugt.
- Bíðið í 2 mínútur og burstið hárið.
- Auðvelt ekki satt?
_____________________________________
OSIS+ Mattifying Powder (light control):
Aðferð:
- Dustið smá af púðrinu í lófana og nuddið þeim saman.
- Berist í rótina og þar í kring.
- Mótaðu svo hárið eins og þú vilt hafa það.
- Fullkomið púður til að style-a hárið og gefa því aukna fyllingu.
_____________________________________
Kaldpressuð kókosolía:
Hana nota ég einu sinni í viku. Olían bráðnar við líkamshita svo það er nóg að nudda saman lófum til að hún bráðni. Olían er töfralausn við: þurru hári & flösu og er gott ráð til að fá fallegan gljáa á hárið.
Aðferð:
- Nuddið olíunni í lófunum og látið hana bráðna eða hitið hana upp.
- Berist í allt hárið eða bara endana.
- Bíðið í 30 mínútur eða yfir nótt.
- Skolið úr með shampoo & næringu.
Einnig er hægt að nota kókosolíuna sem:
- Krem í andlit við þurrki og exemi.
- Shower gel í sturtu eða sem body lotion - húðin verður silki mjúk.
- Augnfarðahreinsir.
_____________________________________
Smá tips fyrir krulluhausa:
Hver hefur ekki lent í því að gleyma að setja efni í hárið og farið út með úfið og hrokkið hár? Ég gerði það um daginn og þegar ég leit í spegil hugsaði ég: Nei andskotinn, þetta gengur ekki! Þá poppaði eitt snilldar ráð í hausinn á mér. Ég hafði lesið fyrir þó nokkru síðan að ódýrt og gott ráð við úfnu hári, sérstaklega endum væri:
Já bláa kremið frá Nivea - hverjum hefði dottið það í hug?
- Settu pínu lítið af kreminu á puttana.
- Nuddaðu lófunum saman og berðu í endana og aðeins yfir hárið í restina.
- Berist í þurrt hárið.
Kremið er hvítt svo varist að setja mikið af kreminu ef þú ert með dökkt hár.
Kremið kostar undir 500 kr - ódýr kostur.
No comments:
Post a Comment