Favorite skin care products

Q10 Anti Wrinkle línan frá Nivea & Gamla apótekið "andlitið". Q10 línan er hönnuð fyrir fínar línur og hrukkur. Það er gott að "fyrirbyggja" hrukkur. Hvort sem að það virkar eða ekki þá vil ég halda áfram að nota vörur úr línunni því þær gera húðina silki mjúka og ekki er lyktin af þeim síðri.


Rútínan mín er ég vakna:

  • Byrja á að þrífa andlitið með volgu vatni er ég vakna.
  • Nudda Q10 eye roll-on í litla hringi í kringum augun og leyfi að þorna.
  • Rúllan minnkar baugu og fínar línur í kringum augun - eye fresher eins og ég kalla það!

  • Pumpa svo 1-2 pumpur af Q10 plus anti wrinkle gel serum og nudda vel í andlitið.
  • Gel serum-ið fyllir uppí fínar línur og gerir húðina silki mjúka og vinnur vel með dagkremi og næturkremi.


Verð: undir 2.000 kr.


  • Í lokin ber ég Gamla apótekið dagkrem á mig.



Verð undir: 2.000 kr.



Rútínan mín fyrir svefninn:


  • Byrja á því að þrífa andlitið með:

Eye make-up remover:

Verð: undir 500 kr.


Cleansing milk:

Verð: undir 1.000 kr.


  • Skola svo andlitið vel með volgu vatni og enda á því að nota kalt vatn til að loka svitaholunum.
  • Þar á eftir nota ég Gamla apótekið næturkrem.
  • Þar sem að húðin á okkur er mest móttækileg fyrir raka á kvöldin skiptir máli að hafa gott næturkrem. Ég elska næturkremið frá gamla apótekinu því það er þykkt og mjög rakagefandi hentar því vel þurri húð eins og ég er með.



Verð: undir 2.000 kr.


Að lokum ætla ég að mæla með Q10 firming body lotionSagt er að það taki aðeins 2 vikur að styrkja/stynna húðina ef þú notar kremið 2x á dag. Ég persónulega reyni að nota það 2x á dag en ég nota það alltaf eftir sturtu og reyni að muna eftir því á kvöldin fyrir svefninn. Ég elska þetta body lotion, það er hvorki of þykkt né of blautt svo húðin verður ekki fitugt heldur gefur fullkomin raka sem helst yfir daginn. Svo er lyktin af því æðisleg. 


Verð: undir 1.000 kr.


Result: Smoother, younger-looking skin!









No comments:

Post a Comment