Þannig er mál með vexti að ég er að byggja hárið mitt upp því það var orðið þurrt og ljótt eftir að hafa litað það mikið og notað blásara og sléttujárn í miklu magni. Það sem er mælt með að gera þegar hárið er orðið þurrt og ljótt er að næra það vel.
Rútínan mín þessa dagana er að næra það allavegana 2-3 í viku. Þá nota ég hárnæringu frá TRESemmé sem ég hef í hárinu í rúma 5 klst og þar á móti nota ég kókosolíuna frá Sollu í jafn langan tíma (fínt að skiptast á).
Undir 1.000 kr.
Undir 1.000 kr.
En varan sem ég vil að fólk kynni sér og prófi er algjör snilld! Hún heitir MOROCCANOIL. Þetta er olía sem inniheldur arganolíu sem smýgur inn í hárið og gefur glansandi og silkimjúka áferð fyrir allar hártegundir. Olían gerir það að verkum að þú ert mun fljótari að blása og móta á þér hárið. Olían styrkir og nærir hárið ótrúlega vel, einnig leysir hún vel úr flóka. Hún inniheldur andoxunarefni og UV vörn sem ver hárið fyrir utanaðkomandi áreiti eins og UV geislum.
Það eina sem þú þarft að gera er að nota 2 pumpur af olíunni og bera hana í rakt hárið frá eyrum útí enda og það verður eins og silki. Olían mun endurbyggja og gefa hárinu nýtt líf á stuttum tíma. Eftir aðeins eina notkun muntu finna fyrir mun (heilbrigðara hár). Með langvarandi notkun verður hárið næringameira, klofnum endum fækkar og hárið brotnar minna.
Olían fæst á flestum hárgreiðslustofum og kostar um 6-7 þúsund.
Mæli eindregið með MOROCCANOIL fyrir alla!
No comments:
Post a Comment