Friday, June 22, 2012

Do it yourself


Eins og flestir hafa tekið eftir þá eru fáránlega mörg föt útúr göddum, pýramídum og keðjum í dag. Frekar rokkað og töff. Ég persónulega elska hvernig tískan er orðin hjá unga fólkinu í dag, hún er svo laid back en ótrúlega svöl. 


Ég var búin að sjá myndir útúm allt af gallavestum sem voru með pýramídum, göddum eða pallíettum sem heilluðu mig en ég fann þau hvergi. Svo ég ákvað að gera smá tilraun og skellti mér í Rauða kross búðina og keypti mér eitt stykki gallajakka og klippti ermarnar af honum.


Útkoman eftir ermatökuna

Svo skellti ég mér í föndurbúðina föndra sem er staðsett í kópavogi og keypti hringlaga "gadda" í tveim stærðum og pallíettur. 

Föndrið

Svo festi ég hlutina á vestið og þetta er útkoman so far: 

Voila

Góða helgi xx





No comments:

Post a Comment