Thursday, June 14, 2012

Voru guðirnir geimfarar?

Ég einfaledlega verð að blogga um þátt sem ég horfði á í 9 pörtum á youtube. Þátturinn fjallar um hvort guðirnir voru geimfarar og allar vísbendingar sem benda til þess. Mjög fróðlegur og spennandi þáttur, ég gat varla hætt að horfa og vildi kynna mér þetta ennþá betur!


Allt sem viðkemur mannkyninu og uppruna okkar vekja upp svo margar spurningar hjá mér, ég er alltof forvitin manneskja. Þess vegna fannst mér magnað að horfa á þennan þátt!

Svo vildi svo skemmtilega til að ég skellti mér í bíó í gær á myndina Prometheus sem fjallar um fólk sem fer í ferð útí geim til að kynna sér uppruna okkar. Mér fannst ég vera svo mikið inni í öllu í myndinni eftir að hafa horft á þáttinn á youtube. Svo ég get ekki annað en hvatt ykkur til þess að horfa á þáttinn og horfa með opnum hug :)

No comments:

Post a Comment