Ég persónulega er með tannhvíttunn. Mér finnst ekkert að því að hvítta aðeins á sér tennurnar. Sagt er að það sé ekki "hollt" fyrir tennurnar að fara í hvíttun, en það er því miður svo margt sem er óhollt fyrir þær, meðal annars bara kók drykkja svo eitthvað sé nefnt! Svo afhverju ekki að láta slag standa og skella sér í eitt stykki tannhvíttun! Fallegar tennur gera svo ótrúlega mikið fyrir manneskjuna.
Ég hef prófað svo margt til að hvítta á mér tennurnar í gegnum tíðina t.d. tannhvítunartannkrem og góm en hef aldrei fundist neitt virka almennilega fyrir utan jú "white stripes" - það er góð vara! En það sem ég mæli hiklaust með er tannhvíttun með laser - alger snilld!
- Þú mætir á staðinn.
- Þú liggur á bekk með gleraugu og lætur laserinn skína á tennurnar á þér í 4 korter.
- Skolar munninn með vatni á korters fresti á þessum 4 korterum.
- Komin með hvítar tennur!
Vil koma því til skila að tannhvítun með laser er pínu dýrari en tannhvítunartannkrem og gómar en það er svo mikið þess virði! Vil einnig benda á að það er magnað tilboð á tannhvíttun með laser inni á 2fyrir1.is. Eina sem þú þarft að gera er að skrá þig sem klúbbmeðlim og fara inná þennan link til að nýta þér tannhvítunar tilboðið: http://www.2fyrir1.is/tilbod/hofudborgarsvaedid/heilsa_utlit/668 !
xx
Sæl elskan mín.
ReplyDeleteÞað er í rauninni ekkert að því að hvíta tennurnar það er helst spurning um hvernig það er gert.
Umræðan sem hefur verið undanfarið um tannhvíttun hefur akkúrat aðalega beinst að tannhvíttun með lazer og verið er að vinna að því að rannsaka þessa starfsemi frekar síðast þegar ég vissi.
En tannlæknar landsins eru ekki alveg sáttir við þetta því að tannhvíttun má ekki eiga sér stað fyrr en munnheilsan hefur verið yfirfarin.
Ef ég skyldi rétt í tíma þá geta efnin sem notuð eru til hvítunar aukið hraðan á t.d. skemmdum og öðru.
Þær sem eru með tannhvíttun með lazer segja að þær noti ekki nein efni en er það ekki rétt skilið hjá mér að þú ferð heim með eitthvað efni sem þú átt að setja á?
Skemmtilegt fun fact er að tennur virðast víst hvítari um tíma þegar þær þorna t.d. við að baðast í ljósi sem gefur frá sér hita eða bara að vera með munnin opin og varir ýtt frá.
En lang öruggast er að koma til tannlæknis láta athuga hvort öruggt sé að hvítta. Gera t.d. fólki með fyllingar í fram tönnum grein fyrir að þær munu ekki lýsast.
Svo annað hvort láta hann gera þetta við stól eða láta taka mót eftir þínum tönnum sem þú ferð með heim og getur notað aftur og svo færð þú ákveðið efni og útskýringar hvernig, hversu oft og lengi. Svo er bara hægt að kaupa meira efni sem er alls ekki dýrt og þá áttu mótið. Ég nota akkúrat svona mót.
Annars hef ég ekki fylgst með tannhvíttun-með-lazer-málinu í smá tíma. En það er víst verið að reyna að fá landlæknisembættið til að stoppa þetta af allavega að vara landann við.
Þetta er allaveag eftir því sem ég hef lært so far.
Snilld. Ánægð með þetta svar frá þér Anna Þóra. Ég lét athuga munninn á mér áður en ég fór, því það er ekki mælt með laser ef þú ert með opnar skemmdir í tönnunum.
ReplyDeleteÉg fékk ekkert efni til þess að bera á tennurnar eftir á :)