Friday, June 22, 2012

Do it yourself


Eins og flestir hafa tekið eftir þá eru fáránlega mörg föt útúr göddum, pýramídum og keðjum í dag. Frekar rokkað og töff. Ég persónulega elska hvernig tískan er orðin hjá unga fólkinu í dag, hún er svo laid back en ótrúlega svöl. 


Ég var búin að sjá myndir útúm allt af gallavestum sem voru með pýramídum, göddum eða pallíettum sem heilluðu mig en ég fann þau hvergi. Svo ég ákvað að gera smá tilraun og skellti mér í Rauða kross búðina og keypti mér eitt stykki gallajakka og klippti ermarnar af honum.


Útkoman eftir ermatökuna

Svo skellti ég mér í föndurbúðina föndra sem er staðsett í kópavogi og keypti hringlaga "gadda" í tveim stærðum og pallíettur. 

Föndrið

Svo festi ég hlutina á vestið og þetta er útkoman so far: 

Voila

Góða helgi xx





Monday, June 18, 2012

Traust

Hver kannast ekki við það að vera að deita nýja manneskju eða er búin að vera í sambandi í einhvern tíma og hugsað með sér: Get ég treyst viðkomandi? Ef sú spurning kemur upp í huga þér vertu fljót/ur að svara sjálfum þér og telja þér trú um að þú átt að treysta viðkomandi þar til traustið brotnar. Þar að segja þegar/ef það brotnar.

Við mannfólkið erum alltaf að reyna að koma í veg fyrir hluti áður en þeir gerast. Við höldum að einhver sé að fara bakvið okkur eða að viðkomandi muni halda framhjá okkur. Hvað varð um það að njóta tímans með makanum sem við erum með og hugsa um það góða á meðan? Það sem ég segi og mun alltaf segja er: Að við eigum að treysta þar til traustið brotnar en ekki að bíða þar til það brotni. Við getum öll tekið á vandamálum okkar þegar þau koma upp en þegar þau eru ekki til staðar nema í hausnum á okkur reynum að róa hugann með því að hugsa jákvætt í stað neikvætt og fara að njóta í stað þess að óttast og þora að tala hreinskilnislega við hvort annað þegar við þurfum að tjá okkur.

Það mætti halda að við mannfólkið værum "forrituð" þannig að við búumst alltaf við því versta sama í hverju það felst. Hvað er það? Við verðum að muna að neikvæðar hugsanir laða að sér enn fleiri neikvæðar hugsanir. Svo afhverju leyfum við okkur ekki að búast við því besta og búa til góðar og jákvæðar hugsanir. Því það sama á við um jákvæðni, jákvæðar hugsanir laða að sér enn jákvæðari hugsanir. Eins og maðurinn sagði: Líkt laðast að líku. "Kjósum að leyfa okkur að vera óhrædd, glöð og hamingjusöm - því við eigum það skilið."



xx

Thursday, June 14, 2012

Voru guðirnir geimfarar?

Ég einfaledlega verð að blogga um þátt sem ég horfði á í 9 pörtum á youtube. Þátturinn fjallar um hvort guðirnir voru geimfarar og allar vísbendingar sem benda til þess. Mjög fróðlegur og spennandi þáttur, ég gat varla hætt að horfa og vildi kynna mér þetta ennþá betur!


Allt sem viðkemur mannkyninu og uppruna okkar vekja upp svo margar spurningar hjá mér, ég er alltof forvitin manneskja. Þess vegna fannst mér magnað að horfa á þennan þátt!

Svo vildi svo skemmtilega til að ég skellti mér í bíó í gær á myndina Prometheus sem fjallar um fólk sem fer í ferð útí geim til að kynna sér uppruna okkar. Mér fannst ég vera svo mikið inni í öllu í myndinni eftir að hafa horft á þáttinn á youtube. Svo ég get ekki annað en hvatt ykkur til þess að horfa á þáttinn og horfa með opnum hug :)