Hver kannast ekki við það að vera að deita nýja manneskju eða er búin að vera í sambandi í einhvern tíma og hugsað með sér: Get ég treyst viðkomandi? Ef sú spurning kemur upp í huga þér vertu fljót/ur að svara sjálfum þér og telja þér trú um að þú átt að treysta viðkomandi þar til traustið brotnar. Þar að segja þegar/ef það brotnar.
Við mannfólkið erum alltaf að reyna að koma í veg fyrir hluti áður en þeir gerast. Við höldum að einhver sé að fara bakvið okkur eða að viðkomandi muni halda framhjá okkur. Hvað varð um það að njóta tímans með makanum sem við erum með og hugsa um það góða á meðan? Það sem ég segi og mun alltaf segja er: Að við eigum að treysta þar til traustið brotnar en ekki að bíða þar til það brotni. Við getum öll tekið á vandamálum okkar þegar þau koma upp en þegar þau eru ekki til staðar nema í hausnum á okkur reynum að róa hugann með því að hugsa jákvætt í stað neikvætt og fara að njóta í stað þess að óttast og þora að tala hreinskilnislega við hvort annað þegar við þurfum að tjá okkur.
Það mætti halda að við mannfólkið værum "forrituð" þannig að við búumst alltaf við því versta sama í hverju það felst. Hvað er það? Við verðum að muna að neikvæðar hugsanir laða að sér enn fleiri neikvæðar hugsanir. Svo afhverju leyfum við okkur ekki að búast við því besta og búa til góðar og jákvæðar hugsanir. Því það sama á við um jákvæðni, jákvæðar hugsanir laða að sér enn jákvæðari hugsanir. Eins og maðurinn sagði: Líkt laðast að líku. "Kjósum að leyfa okkur að vera óhrædd, glöð og hamingjusöm - því við eigum það skilið."
xx