Friday, May 25, 2012

Tannhvíttun - með eða á móti?

Ég hef verið að fylgjast með þráðum og viðtölum á netinu um tannhvíttun, hvort fólk sé með eða á móti og hvort þetta sé nokkuð sniðugt fyrir tennurnar. 
Ég persónulega er með tannhvíttunn. Mér finnst ekkert að því að hvítta aðeins á sér tennurnar. Sagt er að það sé ekki "hollt" fyrir tennurnar að fara í hvíttun, en það er því miður svo margt sem er óhollt fyrir þær, meðal annars bara kók drykkja svo eitthvað sé nefnt! Svo afhverju ekki að láta slag standa og skella sér í eitt stykki tannhvíttun! Fallegar tennur gera svo ótrúlega mikið fyrir manneskjuna.


Ég hef prófað svo margt til að hvítta á mér tennurnar í gegnum tíðina t.d. tannhvítunartannkrem og góm en hef aldrei fundist neitt virka almennilega fyrir utan jú "white stripes" - það er góð vara! En það sem ég mæli hiklaust með er tannhvíttun með laser - alger snilld!

  • Þú mætir á staðinn. 
  • Þú liggur á bekk með gleraugu og lætur laserinn skína á tennurnar á þér í 4 korter.
  • Skolar munninn með vatni á korters fresti á þessum 4 korterum.
  • Komin með hvítar tennur!

Vil koma því til skila að tannhvítun með laser er pínu dýrari en tannhvítunartannkrem og gómar en það er svo mikið þess virði! Vil einnig benda á að það er magnað tilboð á tannhvíttun með laser inni á 2fyrir1.is. Eina sem þú þarft að gera er að skrá þig sem klúbbmeðlim og fara inná þennan link til að nýta þér tannhvítunar tilboðið: http://www.2fyrir1.is/tilbod/hofudborgarsvaedid/heilsa_utlit/668 ! 



xx




Wednesday, May 23, 2012

Obsessed!

Það koma tímar hjá okkur öllum þar sem eitthvað ákveðið heltekur okkur og við getum ekki hætt að hugsa um það eða pæla í því. Þannig er mál með vexti að ég er orðin obsessed á að skoða veski! Handbags & totes! 
Það að vera gagntekin af einhverju getur stundum verið óþægilegt (við þurfum að passa okkur á að hafa limit). Ef þið eruð ekki í sama pakka og ég að vera að skoða veski á hverju horni og pæla í hverju eina og einasta veski sem hver kvennmaður gegnur með þá vil ég meina að þið eruð heppnar! Ég er farin að finnast ég sjálf vera pirrandi að pæla svona mikið í veskjum. En eitt er staðreynd og það er að: "Flott veski gerir flottan kvennmann ennþá flottari!". 


Hér koma myndir af nokkrum elskum sem ég get ekki hætt að skoða! 



Flott kona með flott veski (Hermes)


(Prada)


 (Miu Miu)


(Michael Kors)



(Yves Saint Laurent)


Þá er það að byrja að safna - eða bara fá eitt stykki veski í pakka ;) 
xx 










Friday, May 4, 2012


Jæja, þá er komið að fyrsta blogginu á þessari síðu!
Þar sem mér liggur voða lítið á hjarta í dag þá hef ég þetta stutt.

Ég veit ekki með ykkur en ég er farin að finna útlandalykt þegar ég er úti sem þýðir bara eitt: Sumarið er komið!




Let's go to the beach, beach.
Let's go get away.