Monday, July 30, 2012

Er hárið þitt ekki að meika það?

Ákvað að skella inn einu bloggi um vöru sem allir verða að kynnast!
Þannig er mál með vexti að ég er að byggja hárið mitt upp því það var orðið þurrt og ljótt eftir að hafa litað það mikið og notað blásara og sléttujárn í miklu magni. Það sem er mælt með að gera þegar hárið er orðið þurrt og ljótt er að næra það vel.

Rútínan mín þessa dagana er að næra það allavegana 2-3 í viku. Þá nota ég hárnæringu frá TRESemmé sem ég hef í hárinu í rúma 5 klst og þar á móti nota ég kókosolíuna frá Sollu í jafn langan tíma (fínt að skiptast á).

 
Undir 1.000 kr.

Undir 1.000 kr.

En varan sem ég vil að fólk kynni sér og prófi er algjör snilld! Hún heitir MOROCCANOIL. Þetta er olía sem inniheldur arganolíu sem smýgur inn í hárið og gefur glansandi og silkimjúka áferð fyrir allar hártegundir. Olían gerir það að verkum að þú ert mun fljótari að blása og móta á þér hárið. Olían styrkir og nærir hárið ótrúlega vel, einnig leysir hún vel úr flóka. Hún inniheldur andoxunarefni og UV vörn sem ver hárið fyrir utanaðkomandi áreiti eins og UV geislum.

Það eina sem þú þarft að gera er að nota 2 pumpur af olíunni og bera hana í rakt hárið frá eyrum útí enda og það verður eins og silki. Olían mun endurbyggja og gefa hárinu nýtt líf á stuttum tíma. Eftir aðeins eina notkun muntu finna fyrir mun (heilbrigðara hár). Með langvarandi notkun verður hárið næringameira, klofnum endum fækkar og hárið brotnar minna.


Olían fæst á flestum hárgreiðslustofum og kostar um 6-7 þúsund.

Mæli eindregið með MOROCCANOIL fyrir alla!

Friday, June 22, 2012

Do it yourself


Eins og flestir hafa tekið eftir þá eru fáránlega mörg föt útúr göddum, pýramídum og keðjum í dag. Frekar rokkað og töff. Ég persónulega elska hvernig tískan er orðin hjá unga fólkinu í dag, hún er svo laid back en ótrúlega svöl. 


Ég var búin að sjá myndir útúm allt af gallavestum sem voru með pýramídum, göddum eða pallíettum sem heilluðu mig en ég fann þau hvergi. Svo ég ákvað að gera smá tilraun og skellti mér í Rauða kross búðina og keypti mér eitt stykki gallajakka og klippti ermarnar af honum.


Útkoman eftir ermatökuna

Svo skellti ég mér í föndurbúðina föndra sem er staðsett í kópavogi og keypti hringlaga "gadda" í tveim stærðum og pallíettur. 

Föndrið

Svo festi ég hlutina á vestið og þetta er útkoman so far: 

Voila

Góða helgi xx





Monday, June 18, 2012

Traust

Hver kannast ekki við það að vera að deita nýja manneskju eða er búin að vera í sambandi í einhvern tíma og hugsað með sér: Get ég treyst viðkomandi? Ef sú spurning kemur upp í huga þér vertu fljót/ur að svara sjálfum þér og telja þér trú um að þú átt að treysta viðkomandi þar til traustið brotnar. Þar að segja þegar/ef það brotnar.

Við mannfólkið erum alltaf að reyna að koma í veg fyrir hluti áður en þeir gerast. Við höldum að einhver sé að fara bakvið okkur eða að viðkomandi muni halda framhjá okkur. Hvað varð um það að njóta tímans með makanum sem við erum með og hugsa um það góða á meðan? Það sem ég segi og mun alltaf segja er: Að við eigum að treysta þar til traustið brotnar en ekki að bíða þar til það brotni. Við getum öll tekið á vandamálum okkar þegar þau koma upp en þegar þau eru ekki til staðar nema í hausnum á okkur reynum að róa hugann með því að hugsa jákvætt í stað neikvætt og fara að njóta í stað þess að óttast og þora að tala hreinskilnislega við hvort annað þegar við þurfum að tjá okkur.

Það mætti halda að við mannfólkið værum "forrituð" þannig að við búumst alltaf við því versta sama í hverju það felst. Hvað er það? Við verðum að muna að neikvæðar hugsanir laða að sér enn fleiri neikvæðar hugsanir. Svo afhverju leyfum við okkur ekki að búast við því besta og búa til góðar og jákvæðar hugsanir. Því það sama á við um jákvæðni, jákvæðar hugsanir laða að sér enn jákvæðari hugsanir. Eins og maðurinn sagði: Líkt laðast að líku. "Kjósum að leyfa okkur að vera óhrædd, glöð og hamingjusöm - því við eigum það skilið."



xx

Thursday, June 14, 2012

Voru guðirnir geimfarar?

Ég einfaledlega verð að blogga um þátt sem ég horfði á í 9 pörtum á youtube. Þátturinn fjallar um hvort guðirnir voru geimfarar og allar vísbendingar sem benda til þess. Mjög fróðlegur og spennandi þáttur, ég gat varla hætt að horfa og vildi kynna mér þetta ennþá betur!


Allt sem viðkemur mannkyninu og uppruna okkar vekja upp svo margar spurningar hjá mér, ég er alltof forvitin manneskja. Þess vegna fannst mér magnað að horfa á þennan þátt!

Svo vildi svo skemmtilega til að ég skellti mér í bíó í gær á myndina Prometheus sem fjallar um fólk sem fer í ferð útí geim til að kynna sér uppruna okkar. Mér fannst ég vera svo mikið inni í öllu í myndinni eftir að hafa horft á þáttinn á youtube. Svo ég get ekki annað en hvatt ykkur til þess að horfa á þáttinn og horfa með opnum hug :)

Friday, May 25, 2012

Tannhvíttun - með eða á móti?

Ég hef verið að fylgjast með þráðum og viðtölum á netinu um tannhvíttun, hvort fólk sé með eða á móti og hvort þetta sé nokkuð sniðugt fyrir tennurnar. 
Ég persónulega er með tannhvíttunn. Mér finnst ekkert að því að hvítta aðeins á sér tennurnar. Sagt er að það sé ekki "hollt" fyrir tennurnar að fara í hvíttun, en það er því miður svo margt sem er óhollt fyrir þær, meðal annars bara kók drykkja svo eitthvað sé nefnt! Svo afhverju ekki að láta slag standa og skella sér í eitt stykki tannhvíttun! Fallegar tennur gera svo ótrúlega mikið fyrir manneskjuna.


Ég hef prófað svo margt til að hvítta á mér tennurnar í gegnum tíðina t.d. tannhvítunartannkrem og góm en hef aldrei fundist neitt virka almennilega fyrir utan jú "white stripes" - það er góð vara! En það sem ég mæli hiklaust með er tannhvíttun með laser - alger snilld!

  • Þú mætir á staðinn. 
  • Þú liggur á bekk með gleraugu og lætur laserinn skína á tennurnar á þér í 4 korter.
  • Skolar munninn með vatni á korters fresti á þessum 4 korterum.
  • Komin með hvítar tennur!

Vil koma því til skila að tannhvítun með laser er pínu dýrari en tannhvítunartannkrem og gómar en það er svo mikið þess virði! Vil einnig benda á að það er magnað tilboð á tannhvíttun með laser inni á 2fyrir1.is. Eina sem þú þarft að gera er að skrá þig sem klúbbmeðlim og fara inná þennan link til að nýta þér tannhvítunar tilboðið: http://www.2fyrir1.is/tilbod/hofudborgarsvaedid/heilsa_utlit/668 ! 



xx




Wednesday, May 23, 2012

Obsessed!

Það koma tímar hjá okkur öllum þar sem eitthvað ákveðið heltekur okkur og við getum ekki hætt að hugsa um það eða pæla í því. Þannig er mál með vexti að ég er orðin obsessed á að skoða veski! Handbags & totes! 
Það að vera gagntekin af einhverju getur stundum verið óþægilegt (við þurfum að passa okkur á að hafa limit). Ef þið eruð ekki í sama pakka og ég að vera að skoða veski á hverju horni og pæla í hverju eina og einasta veski sem hver kvennmaður gegnur með þá vil ég meina að þið eruð heppnar! Ég er farin að finnast ég sjálf vera pirrandi að pæla svona mikið í veskjum. En eitt er staðreynd og það er að: "Flott veski gerir flottan kvennmann ennþá flottari!". 


Hér koma myndir af nokkrum elskum sem ég get ekki hætt að skoða! 



Flott kona með flott veski (Hermes)


(Prada)


 (Miu Miu)


(Michael Kors)



(Yves Saint Laurent)


Þá er það að byrja að safna - eða bara fá eitt stykki veski í pakka ;) 
xx 










Friday, May 4, 2012


Jæja, þá er komið að fyrsta blogginu á þessari síðu!
Þar sem mér liggur voða lítið á hjarta í dag þá hef ég þetta stutt.

Ég veit ekki með ykkur en ég er farin að finna útlandalykt þegar ég er úti sem þýðir bara eitt: Sumarið er komið!




Let's go to the beach, beach.
Let's go get away.